Fréttir
  • Umferðin september 2012
  • Umferðin í september með spá út árið

Minni umferð á Hringveginum í september

spá um óbreytta umferð í ár breytist ekki

1.10.2012

Þrátt fyrir að umferðin á Hringveginum, 16 völdum stöðum, hafi dregist nokkuð saman í september spáir Vegagerðin því áfram að umferðin í ár verði sú sama á Hringveginum og hún var í fyrra. Samdrátturinn í september nam 2,3 prósentum og hefur umferðin í ár dregist saman um 0,4 prósent.

 

Þessi niðursstaða er alveg í samræmi við spá Vegagerðarinnar í ágúst og því er reiknað með að umferðin í ár verði óbreytt. Umferðin í september hefur núna dregist saman öll ár síðan árið 2007.

 

Milli mánaða 2011 og 2012:

Umferð á Hringvegi dróst samtals saman um 2,3% milli mánaða. Mest dróst umferð saman á Norður og Vesturlandi eða um rúmlega 6%. Umferð á Hringvegi um Austurland sýndi mikla aukningu, aftur á móti, eða 8,5% á milli sept. mánaða. Vægi Austurlands, í heildinni, er lítið og því hefur þessi mikla aukning þar lítil áhrif.

 

Sé litið aftur í tímann þá kemur í ljós stanslaus samdráttur í september umferð frá árinu 2007. Nú er svo komið að minni umferð í september hefur ekki mælst síðan árið 2005, sjá meðfylgjandi töflu og stöplarit er sýnir meðalumferðar eftir mánuðum.

 

Á einstaka talningastöðum þá dregst umferð mest saman á Mýrdalssandi um 14% en eykst mest á Hvalsnesi í Lóni eða um 27%. Á báðum þessum stöðum er umferðin lítil í samanburði við flesta aðra staði, lykilteljaravalsetts, því hafa þessar sveiflur lítil áhrif á heildina.

 

Talnaefni

 

 

 

SamanbSept2012 

 

 

Milli ára 2011 og 2012:

Frá áramótum hefur orðið örlítill samdráttur eða 0,4%. Mest munar um mikinn samdrátt sem orðið hefur á Norður- og Vesturlandi eða annarsvegar 2,5% og hins vegar 3,1%.

Umferðin virðist aftur á móti vera aukast í öðrum landshlutum. Mest eykst umferðin á Austurlandi eða 7,5% en 0,8% á Suðurlandi og 0,3% á Hringvegi um og við höfuðborgarsvæðið (nánar verður fjallað um umferð innan höfuðborgarsvæðis síðar) .

 

Horfur út árið 2012:

Niðurstöður september mánaðar urðu algerlega í takt við áætlanir Vegagerðarinnar, því hafa horfur ekki breyst frá því að ágúst tölur lágu fyrir.

Áfram er því gert ráð fyrir svipaðri umferði á Hringveginum eða hún standi í stað miðað við árið 2011.